Trifolium borysthenicum GrunerTrifolium bracteatum SchousboeTrifolium ucrainicum L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Óx í fyrstu sem slæðingur en telst nú ílend tegund. Vex í röskuðu landi t.d. meðfram vegum og í graslendi og túnum. Fremur sjaldgæf en er í smærri og stærri blettum allvíða um landið. Stærstu breiðurnar sennilega meðfram vegum í vestanverðri Eyjafjarðarsveit.
Blómalitur
Ljósrauður
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.20-0.40 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir eða skástæðir, dálítið sveigðir, öll jurtin er meira eða minna hærð, 20-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin þrífingruð, flest stofnstæð, stakstæð og mjúkhærð. Smáblöðin heilrend, öfugegglaga eða sporbaugótt með ljósum bletti í miðju, 2-3,5 sm á lengd. Axlablöðin ljósgræn, slíðruð og langydd. Blómin mörg saman, einsamhverf í stórum hnöttóttum kolli sem er 2,5-3 sm í þvermál. Krónan ljósrauð, 12-16 mm á lengd. Bikarinn 7-8 mm, aðhærður, samvaxinn í pípu neðan til, klofinn til miðs í 5 örmjóa flipa. Fræflar 10 og ein fræva. Blómgast í júlí-ágúst. 2n=14.LÍK/LÍKAR: Túnsmári. Rauðsmárinn auðþekktur á blómlit sem og á hæringu bikarsins, en bikarblöðin eru nær hárlaus á hvítsmára og túnsmára.
Heimildir
1,2,3,9
Reynsla
“Grautur af blómum og blöðum var hafður til þess að lækna sár og verki í þörmum. Sjá að öðru leyti not af hvítsmára (Trifolium repens).” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Innflutt tegund sem er löngu orðin ílend á mörgum stöðum, einkum norðanlands. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, M, S og V Asía, N Afríka og ílend í N Ameríku og fleiri löndum.