Vex í votlendi, aðallega í mýrum, einkum í útsveitum.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.05 - 0.20 (-0.35) m
Vaxtarlag
Stönglar gáróttir, bognir og vaxa margir saman í þéttum toppum, hver með 4-6 mm löngum, grænum blaðbroddi neðan til og nokkur slíður, 8-20 sm á hæð og stundum hærri.
Lýsing
Öxin ljósmóleit, 4-5 mm, fáblóma. Axhlífarnar lítið styttri en axið, með breiðum himnufaldi neðan til og snubbóttum, stundum grænleitum broddi efst. Þrír fræflar, frævan með þrem frænum. Blómburstir eru lengri en hnotin. Blómgast í maí-júní. 2n = 104.LÍK/LÍKAR: Engar; þekkist frá fitjaskúfi á minni og ljósari öxum, og á hinum örstutta blaðbroddi stöngulslíðranna. Mikill ruglingur hefur verið á nöfnum innan ættkvíslarinnar. Hefur verið nefndur ýmsum nöfnum, svo sem mýrasef, mosaskúfgras og mýranál.