Vex í harðbalajörð, haglendi, móum og holtabörðum.
Blómalitur
Gulhvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Fjölær, sígræn jurt. Upp úr sérkennilegri blævængslaga blaðhvirfingu vaxa uppréttir, ógreindir blómstönglar, hver með einu blaði neðan til, 5-15 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin hárlaus, uppstæð, heilrend og sverðlaga. Blöðin við grunninn tvíhliðstæð, randflöt og raða sér í einn flöt líkt og á blævæng, 2-3 sm á lengd og um 2 mm á breidd. Blóm í stuttum, þéttum, axleitum klasa efst á stönglum. Blómin gulhvít, stjörnulaga eða bjöllulaga, undirsætin með sex blómhlífarblöðum, sex fræflum og einni frævu. Blómhlífarblöðin gulhvít, 2-3 mm á lengd, snubbótt, oddbaugótt eða lensulaga. Frævan þrískipt með þrem frænum. Aldinið hýði sem klofnar við þroska í þrjá bjúglaga hluta. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Auðþekkt á hinni sérkennilegu blævængsstöðu blaðanna sem er einsdæmi meðal íslenskra tegunda.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Nöfnin sýki- og sýkingargras eru komin af því, að álitið var að plantan væri óholl búfénaði. Sauðfénaður dregur hana upp með rót en étur hana ekki og því liggur hún oft laus í haga.Blöðin eru vond á bragðið vegna efna, sem þau geyma og eru talin eitruð. Nöfnin bjarnarbroddur og íglagras eru dregin af útstæðum blöðum og eru þekkt annars staðar á Norðurlöndum.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Mjög algengt um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Skandinavía, Austurríki, Færeyjar, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Rússland, Sviss, Kanada, Stóra Bretland, N Ameríka.