Vex aðeins við jarðhita. Mjög sjaldgæf og finnst aðeins á örfáum stöðum hérlendis í heitum lækjum og skurðum (t.d. í Laugarási í Biskupstungum).
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí - ágúst/sept.
Hæð
0.01-0.03 m
Vaxtarlag
Einær, fínleg, örsmá, afar sjaldgæf vatna- eða flæðajurt. Jurtin er safamikil og hárlaus, yfirleitt með marggreindum, uppréttum eða jarðlægum, rauðmenguðum, rótskeyttum stönglum, 1-3 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð og langt á milli blaðpara, stilklaus, striklaga eða sýllaga, heilrend og hvassydd.Blómin hvít, fjórdeild, nær legglaus, stök í annarri hverri blaðöxl, til skiptis sitt hvoru megin á stönglinum. Krónublöðin mjög smá eða um 1mm á lengd, snubbót, egglaga, hvít eða rauðleit, álíka löng og bikarinn. Fjórar stíllausar frævur.
Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf, aðeins við jarðhita á þrem stöðum á Suðurlandi. FRIÐLÝSTÖnnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa og á örfáum stöðum í S Ameríku og Asíu.