Thalictrum alpinum

Ættkvísl
Thalictrum
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Brjóstagras
Ætt
Ranunculaceae (Sóleyjaætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í holtum, móum, hlíðum og grasbölum. Mjög algengt um land allt.
Blómalitur
Fjólublár
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.05-0.20 m
Vaxtarlag
Jurt, 5-20 sm á hæð. Stönglar uppsveigðir eða uppréttir, stinnir og fremur grannir, blaðlausir eða einblaða með löngum endastæðum blómklasa.
Lýsing
Blöðin eru tvífjöðruð, smáblöðin nær kringlótt, sepótt eða stórbogtennt, dökkgræn og gljáandi ofan en ljósgræn-blágrá á neðra borði með niðurorpnar blaðrendur.Blómklasinn lotinn í fyrstu en síðan réttist úr honum. Blómin eru smá í gisnum klasa á enda stöngulsins. Ofurlítið stoðblað er við hvern blómlegg. Blómhlífin einföld, fjólublá og fremur ósjáleg. Mest ber á bláleitum þráðum 8 fræfla með gulum frjóhnöppum sem síðar verða brúnir, um 2 mm á lengd. Blómhlífarblöðin oddbaugótt, um 2 mm á lengd. Tvær til sex flöskulaga frævur. Aldinin útblásnar hnetur, langgáróttar, á lútandi legg. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Eins og nafnið gefur til kynna var það talið gott við brjóstmeinum kvenna og við júgurbólgu (júgurgras). Nöfnin kveisugras og kverkagras benda til þess að það hafi verið notað við innantökum og hálsbólgu.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Kina, Færeyjar, Grænland, Indland, Japan, Mexíkó, Nepal, Evrópa, N Ameríka.