Taraxacum spectabile

Ættkvísl
Taraxacum
Nafn
spectabile
Íslenskt nafn
Hagafífill
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í röku graslend og viðar.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Maí-ágúst
Hæð
0.15-0.35 m
Vaxtarlag
Meðalstórir fíflar með ljósgrænum blöðum.
Lýsing

Blöðin öll stofnstæð, fjaðurflipótt, smáhærð á efra borði og stundum töluvert brúnflekkótt og með rauðleitri miðtaug. Reifarnar mjóegglaga, uppréttar, lasust aðfelldar eða dálítið útstæðar og niðursveigðar, þunnar og með mismunandi breiðum en greinilegum himnukanti.Blómin öll tungukrýnd, tungur gular. Karfan 3-5 sm í þvermál. Blómgast í maí-ágúst. 2n = 32, 40.

Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Skandinavía, Írland, Mexíkó, Stóra Bretland, N Ameríka.