Blöðin öll stofnstæð, fjaðurflipótt, smáhærð á efra borði og stundum töluvert brúnflekkótt og með rauðleitri miðtaug. Reifarnar mjóegglaga, uppréttar, lasust aðfelldar eða dálítið útstæðar og niðursveigðar, þunnar og með mismunandi breiðum en greinilegum himnukanti.Blómin öll tungukrýnd, tungur gular. Karfan 3-5 sm í þvermál. Blómgast í maí-ágúst. 2n = 32, 40.