Grasgræn, fjölær jurt. Stönglar jarðlægir eða uppsveigðir, 10-100 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin mjó, breiðust neðan við miðju, oft með nokkrum hárum á blaðjöðrum. Blómin hvít. Krónublöðin jafnlöng bikarblöðum eða lítið eitt lengri. Blómgast í júní. Fræin ljósbrún. 2n = 52.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Allalgengur og löngu ílendur slæðingur í byggðum landsins. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N og S Ameríka, Ástralía, Kanada, Asía, Nýja Sjáland og Ástralía, Evrópa ov.