Stellaria calycantha auct. eur., non (Ledeb.) Bong.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á rökum stöðum í kjarri.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.20-0.40 m
Vaxtarlag
Fjölær, ljógulgræn jurt með grönnum, læpulegum, háum og liðalöngum stönglum, 20-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin ásætin, ydd, mjó, breiðust ofan við miðju, randhærð.Blómin hvít, langleggjuð, smá, stök. Hýðið nær langt út úr bikarnum. Blómagst í júlí. 2n=52.LÍK/LÍKAR: Líkist stjörnuarfa. Línarfinn er þó mun hávaxnari, ber minni blóm, krónublöðin mun styttri en bikarblöðin og efstu blöðin eru með gisnum randhárum (stækkunargleri) við grunninn.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæfur, mest innarlega við Djúp á Vestfjörðum, en fundinn á nokkrum stöðum öðrum, einkum á Norðurlandi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Pólhverf, Kanda, Japan, Mexkó, Noregur, Rússland, Svíþjóð, N Ameríka.