Sparganium hyperboreum

Ættkvísl
Sparganium
Nafn
hyperboreum
Íslenskt nafn
Mógrafabrúsi
Ætt
Sparganiaceae (Brúsakollsætt)
Lífsform
Fjölær vatnaplanta
Kjörlendi
Vex í tjarnapollum, síkjum og gömlum mógröfum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.20-0.50 m
Vaxtarlag
Fjölær jurt með skriðulum jarðstöngli og tvíhliðstæðum blöðum, sem oft eru fljótandi, 20-50 sm á lengd.
Lýsing
Blöðin ljósgræn, bandlaga, flöt, 5-30 sm á lengd og 2-3 mm á breidd, styttri eftir því sem ofar dregur, án greinilegrar miðæðar, sljóþrístrend neðst, og flýtur efri endi þeirra í vatnsyfirborðinu.Blómin einkynja í hnöttóttum kollum (brúsakollar) ofantil á stönglinum, karlkollar efst og kvenkollar neðst. Karlkollarnir eru oftast visnir og fallnir, þegar aldinin eru fullþroskuð. Kvenkollarnir tveir, þrír eða fjórir, þeir neðstu leggjaðir. Blómhlífarblöð lítið áberandi, brúnleit og himnukennd. Fræflar þrír í hverju karlblómi. Frævur kvenkolla verða að egglaga, 2-3 mm löngum, ljósgrænum aldinum sem gulna við þroska. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Tjarnabrúsi & trjónubrúsi. Mógrafabrúsinn hefur minni kolla en trjónubrúsinn og styttri, trjónulaus aldin. Aldin með mjög stutta trjónu á tjarnabrúsa en er trjónulaust á mógrafabrúsa
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Skandinavía, Grænland, Ítalía, Mexíkó, Rússland, Tonga, N Ameríka.