Fjölær jurt með uppréttum, greinóttum, hærðum stönglum, 30-90 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin 3-10 sm á lengd, hærð, öfugegglaga til lensulaga. Sérbýli. Blómin í allstórum skúfum, rauðblá. Bikarpípan 10-15 mm á lengd. Hýðið egglaga með aftursveigðum tönnum. Blómin ilma. Blómgast í júní-ágúst. Sáir sér mikið og því ekki mjög æskileg garðplanta. 2n=24.
Heimildir
2,9, HKr.
Útbreiðsla
Ílendur slæðingur úr görðum, hér og hvar í byggð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Marakkó, Evrópa og mjög víða ílend í öðrum löndum og flokkuð sem illgresi.