Sesleria calcarea (Pers.) Opiz; Sesleria deyliana A. & D. Löve; Sesleria varia (Jacq.) Wettst.; Sesleria caerulea subsp. calcarea (Celak.) Hegi; Sesleria caerulea subsp. varia (Jacq.) Hayek;
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Vex í mólendi, grónum brekkum og mosaþembum utan í ásum. Fremur sjaldgæf. Finnst m.a. á stóru svæði sunnan Reykjavíkur.
Blómgunartími
Mai-júní
Hæð
0.10 - 0.45 (-0.60) m
Vaxtarlag
Þýft gras með stinnum, uppsveigðum stráum, hárlaus og með mjúkri áferð, 15-60 sm á hæð. Blaðsprotar með 2-4 mm breiðum blöðum, samanbrotnum að endilöngu.
Lýsing
Blöðin blágræn-grágræn, mjó, stinn, snarprend, mjó, snarprend og broddydd. Stráblöðin yfirleitt aðeins 1 eða 2 og örstutt. Slíðurhimnan mjög stutt. Punturinn langegglaga-hnöttóttur, þéttur, fjólubláleitur, þéttur, aðeins 1,5-2 sm á lengd og tæplega það í þvermál. Smáöxin tvíblóma og sitja á mjög stuttum legg. Axagnir eintauga með snörpum kili, himnukenndar, glærar með dökkri broddyddri miðtaug, 4-5 mm á lengd. Neðri blómagnirnar 5-7 tauga, þrí- eða fjórtenntar í oddinn með stuttum týtum, miðtýtan lengst og myndar miðtaugin stuttan bláan brodd upp úr smáaxinu. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 05 Feb. 2007]
Útbreiðsla
Á nokkrum stöðum frá Kollafirði suður að Kleifarvatni. Utan þess svæðis aðeins fundin á tveim stöðum, Fagurhólsmýri og við Tófuhorn í Lóni.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa (Austurríki, Frakkland, Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Slóvenía, Spánn, Stóra Bretland)