Hjaltalinia villosa (L.) Á.& D. LoveOreosedum villosum (L.) GrulichSedum pentandrum (DC.) BoreauSedum villosum auct., sensu Med Checkl. Refer. 12, 50.
Lífsform
Skammær
Kjörlendi
Vex í rakri leirjörð, flögum og blautum, leirkenndum lækjar- og áreyrum.
Blómalitur
Ljósrauður fyrst - síðan fjólublár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.03-0.08 m
Vaxtarlag
Skammær jurt, öll meira eða minna rauðleit og áberandi kirtilhærð, svo mjög að plantan er sem slímug á að líta. Stönglar lágir, uppréttir eða uppsveigðir, þéttblöðóttir stakstæðum, afar þykkum, safaríkum, mjóum, nær sívölum blöðum. Hæð 3-8 sm.
Lýsing
Blöðin oftast rauðyrjótt 4-6 mm að lengd, safamikil, hálfsívöl sitja allþétt, snubbótt eða með stuttum oddi.Blómin fá saman í klasa á stöngulendum. Blómin fimmdeild, 6-10 mm í þvermál. Krónublöðin 5-7 mm á lengd og ydd, í fyrstu ljósrauð en verða smám saman fjólublárri. Hvert krónublað með djúpri miðrák, þar sem liturinn er sterkastur. Bikarblöðin u.þ.b. helmingi styttri. Fræflar 10 en frævur fimm, hver með einum stíl. Hver fræva verður síðan að litlu, bjúglaga aldini, sem opnast með hliðstæðri rifu í toppinn við aldinþroska. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar. Helluhnoðri og skriðuhnoðri bera gul blóm og því auðgreindir frá flagahnoðra í blóma. Einnig auðþekktur á vaxtarlaginu (rauðleitir, strjálir stönglar) og á áberandi kirtilhárum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Meyjarauga er gamalt alþýðuheiti”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengur um land alltÖnnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Evrópa, Færeyjar, Grænland, Mexíkó, Marokkó ov.