Sedum glaciale Clarion ex DC.Sedum krajinae DominSedum neglectum Ten.Sedum wettsteinii FreynSedum acre subsp. wettsteinii (Freyn) O. SchwarzSedum sexangulare auct., sensu Med Checkl. Refer. 9, 19.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum, í klettum og á áreyrum um land allt.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.03-0.08 m
Vaxtarlag
Myndar þéttar, jarðlægar breiður skriðulla stöngla. Stönglar þéttblöðóttir, jarðlægir, rótskeyttir, uppsveigðir til uppréttir, þykkir og safaríkir, hæð 3-8 sm.
Lýsing
Blöðin stutt, 3-4 mm, fagurgræn til brúngul, nær sívöl, þykk og safarík, þéttstæð og skarast, einkum ofan til á blaðsprotum, beisk á bragðið. Blómin fimmdeild í þéttum skúfum á greinaendum, hvert blóm 1-1,5 sm í þvermál. Krónublöðin útbreidd, fagurgul, lensulaga, ydd og u.þ.b. helmingi lengri en bikarinn. Bikarblöðin skörðuð neðan til, egglaga – sporbaugótt, stutt (3 mm) og snubbótt. Fræflar 10 og fimm frævur, hver um sig með einum stíl. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Skriðuhnoðri. Helluhnoðrinn þekkist á fjölmörgum, blómlausum greinum eða blaðsprotum auk þess sem hann hefur stærri og litsterkari blóm með breiðari krónublöð.
Heimildir
2,3,9, HKr
Reynsla
“Blöðin eru beisk á bragðið og talin “blóðhreinsandi, vessaþynnandi og forrotnun mótstandandi”. Hann getur komið af stað bæði uppsölu og niðurgangi og var því talinn góður við skyrbjúgi, nýrnasteini, kvefi, hósta, harðlífi og slæmsku í maga. Bæði má sjóða plöntuna ferska í mysu eða gera seyði af henni þurrkaðri.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Víða um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kanada, Falklands eyjar, Grænland, Japan, Mexikó, Marokkó, Nýja Sjáland, Rússland, Úkraína, N Ameríka.