Saxifraga sochondensis MaximovaSaxifraga nivalis var. tenuis Wahlenb.
Lífsform
Fjölær jurt
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.02-0.10 m
Vaxtarlag
Lágvaxin fíngerð jurt. Stönglar rauðleitir og lítið eitt hærðir, 2-10 sm á hæð.
Lýsing
Stofnhvirfing lítil, nær stilklaus. Blöðin þykk, smá, gljáandi og smátennt en nær hárlaus, oft rauðblá á neðra borði. Krónublöðin hvít en verða rauðblá með aldrinum. Hýðið djúpklofið með tveimur löngum hronum sem vita út- og niður. Blómgast í júlí. 2n=20. Lík/Líkar: Líkist snæsteinbrjót, en er miklu smærri, oftast 2-5 sm. Stofnblöðin stuttstilkuð eða stilklaus, 5-7 mm á breidd. Frænin meira niðurbeygð; aðeins hátt til fjalla. Náskyldar tegundir sem ekki verða alltaf örugglega aðgreindar.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæfur, þó allvíða hátt til fjalla.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Skandinavía, Grænland, Mexíkó, Rússland, N Ameríka.