Vex í leirbornum, rökum jarðvegi við dý eða í blautum lækjarfarvegum. Algengur um land allt.. Einkennistegund fjallalinda með ljósgrænum dýjamosa þar sem hann vex gjarnan með lindadúnurt og lækjafræhyrnu.
Blómalitur
Hvítur - gulir flekkir neðst á krónublöðum
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.03-0.15 m
Vaxtarlag
Stönglar grannir, uppréttir eða uppsveigðir, +/- blaðfáir, gishærðir og greinast efst í blómfáan skúf með legglöngum blómum, 3-15 sm á hæð.
Lýsing
Stofnhvirfingarblöð, gróftennt, ljósgræn, stilklaus, ofurlítið gishærð, 1,5-2,5 sm á lengd. Oftast með smá (nokkrir mm), heilrend stilklaus, ydd, blöð á stönglum.Blómin stjörnulaga, hvít með tvo gula flekki neðan til á hverju krónublaði, 1-1,4 sm í þvermál. Krónublöðin gisstæð, oddbaugótt til lensulaga. Bikarblöðin aðeins 3-4 mm á lengd, rauðleit í oddinn á neðra borði. Fræflar 10, frjóhnappar rauðgulir. Frævan rósrauð-dökkrauð og klofin í toppinn. Fullþroska hýði nær helmingi lengra en bikarblöðin. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Hreistursteinbrjótu. Hreistursteinbrjótur (Saxifraga foliolosa) er afar sjaldgæf tegund sem vex aðeins mjög hátt til fjalla. Hann blómgast yfirleitt ekki, en er með þyrpingu af dökkmóleitra æxlikorna á enda blómleggja. Blöðin eru áþekk blöðum stjörnusteinbrjóts en heldur mjórri.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt nema ekki á þurrasta hluta öræfanna.Önnur náttúr uleg heimkynni t.d.: Evrópa, Færeyjar, Grænland, Mexíkó, Saint Kitts og Nevis, N Ameríka.