Saxifraga paniculata

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
paniculata
Íslenskt nafn
Bergsteinbrjótur
Ætt
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
Samheiti
Saxifraga aizoon Jacq.Saxifraga maculata SchrankSaxifraga pyramidalis Salisb.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í klettaskorum, gljúfurveggjum, og hamrabeltum á nokkrum stöðum hérlendis, aðallega á austurlandi.. Sjaldgæf og friðuð tegund.
Blómalitur
Hvítur - rauðar dröfnur
Blómgunartími
Júní-júlí
Vaxtarlag
Bergsteinbrjótur er eins og smækkuð útgáfa af klettafrú, allur minni og bikarinn lítið sem ekkert kirtilhærður. Ekki auðgreindur frá klettafrú nema í blóma þar sem blaðhvirfingar eru afar líkar. Stönglar kirtilhærðir með stakstæðum, u.þ.b. 5 mm löngum blöðum, hæð 10-20 sm.
Lýsing
Stofnblöðin sígræn, þétt saman í reglulegum hvirfingum, tungulaga, 7-15 mm á lengd og um 5 mm á breidd, smátennt með hvítar kalkútfellingar í tönnunum. Blómfáir, stuttir klasar efst á stöngli. Blómin fimmdeild, hvít og rauðdröfnótt um 1 sm í þvermál. Krónublöðin öfugegglaga, venjulega hárlaus og snubbótt. Bikarinn stuttur. Fræflar 10 og ein klofin fræva. Aldin hýði með mörgum fræjum. Blómgast í júní – júlí.LÍK/LÍKAR: Klettafrú. Bergsteinbrjóturinn hefur svipaðar en minni blaðhvirfingar en miklu færri og smærri blómklasa.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæfur, aðallega norðantil á Austfjörðum. Hefur einnig fundist á nokkrum stöðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel (t.d. Kanada - Mt. Mansfield, Vermont; Quebec to Labrador, vestur að Lake Superior og Manitoba. Arktísk og fjöll Evrópu, fjöll M Asíu - Kína.