Saxifraga nivalis

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
nivalis
Íslenskt nafn
Snæsteinbrjótur
Ætt
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Klettar, hraun og gljúfur á láglendi. Algeng á melum til fjalla.
Blómalitur
Hvítur - grænhvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.18 m
Vaxtarlag
Uppréttir eða skástæðir blaðlausir eða blaðfáir stönglar oft rauðleitir og mjúkhærðir, hæð 5-18 sm. Blöðin flest í stofnhvirfingu við grunn.
Lýsing
Blöðin þykk, blágræn á efra borði en oft rauðblárri á neðra borði, vængstilkuð, 1-2 sm á breidd, nær kringlótt og með mörgum grófum, snubbóttum tönnum og randhærð einkum neðan til.Blómin fimmdeild, hvít, stundum grænleit eða bleikleit, allmörg saman í kollóttum skúfum efst á stönglinum, hvert blóm um 5-6 mm í þvermál. Bikarinn klofinn niður undir miðju, grænn eða rauður. Fræflar 10, frævan klofin í toppinn, með tvo stíla. Hýðið lengra en bikarinn, djúpklofið. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Dvergsteinbrjótur (Saxifraga tenuis) líkist snæsteinbrjót, en er miklu smærri, oftast 2-5 sm. Stofnblöðin stuttstilkuð eða stilklaus, 5-7 mm á breidd. Frænin meira niðurbeygð; aðeins hátt til fjalla. Náskyldar tegundir sem ekki verða alltaf örugglega aðgreindar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur, einkum til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Skandinavía, Færeyjar, Frakkland, Grænland, Írland, Mexíkó, Rússland, Svalbarði, Jan Mayen, Stóra Bretland, N Ameríka.