Saxifraga hirculus

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
hirculus
Íslenskt nafn
Gullbrá
Ætt
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
Samheiti
Saxifraga autumnalis L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í mýrum og rökum gróðurteygingum til fjalla, í vætu á grónum áreyrum og í rökum flögum og klettum ef raki er nægur. Algeng eða nokkuð algeng víðast hvar en þó sjaldséð eða ófundin á Vestfjörðum. Þótt gullbrá finnist víða á láglendi, einkum á móbergssvæðinu á Suðurlandi, þá er hún fyrst og fremst ein af einkennistegundum hálendisins, þar sem hún myndar víða gular breiður þar sem raki er nægur.
Blómalitur
Gulur - oftast með rauðum dröfnum
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.06-0.12 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, blöðóttir, brúnloðnir einkum neðan til, yfirleitt ógreindir, 6-12 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin lensulaga, heilrend, hárlaus, snubbótt og gisrandhærð. Blaðkan 1-2 sm á lengd, og 2-4 mm á breidd. Efri stöngulblöðin stilklaus en stofnblöðin og neðstu stöngulblöðin stilkuð. Blaðstilkar uppréttir, ullhærðir og rauðleitir.Blómin hlutfallslega stór, fimmdeild, yfirleitt eitt til tvö endastæð blóm á hverjum stöngli, hvert um 2-3 sm í þvermál. Krónublöðin fremur mjó, mun lengri en bikarblöðin, gul með rauðum dröfnum neðan til. Bikarblöðin niðursveigð, græn og langrákótt. Tíu fræflar og ein fræva, tvískipt í toppinn. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Engar. Hefur mun stærri blóm en aðrir gulir steinbrjótar. Þekkist frá murum og sóleyjum á litlum, heilrendum laufblöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða um land, einkum á hálendinu. Ófundin á vestur- og norðurhluta Vestfjarða, Reykjanesskaga og afar sjaldséð í útsveitum á Norðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, V Himalaja, Tíbet, Kína, Rússland, Kanada, N Ameríka