Einn af algengari steinbrjótum landsins. Hann vex allt land frá láglendi upp í meir en 1500 m hæð í þéttum þúfum eða toppum 4-15 sm á hæð. Margir blóm- og blaðsprotar af sömu rót. Blómstönglar fáblaða, uppréttir, kirtilhærðir og greinast yfirleitt efst í 2 eða fleiri blómleggi. Stönglar þéttsettir rauðum kirtilhárum.
Lýsing
Grunnblöðin sepótt-flipóttt, stilklaus, niðurmjó og frambreið með þrem til fimm odddregnum tönnum að framan. Stöngulblöðin stilklaus og heil ofan til á stönglum.Blómin hvít eða rjómagul, með gulleitum æðum, 8-10 (-15) mm í þvermál. Krónublöðin öfugegglaga um helmingi lengri en bikarblöðin. Fræflar 10, frævan klofin í toppinn með tveim stílum. Hýðið á lengd við bikarinn. Blómgast í maí eða fyrst í júní. 2n=80.LÍK/LÍKAR: Mosasteinbrjótur. Mosasteinbrjótur auðþekktur á löngum, gisblöðóttum blaðsprotum auk þess sem hann er allur stærri og með stærri blóm. Allbreytileg tegund sem oft er skipt í tvær eða fleiri deilitegundir.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt. Hann hefur fundist hæst háplantna, í 1780 m hæð utan í Hvannadalshnjúki.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel, Pólhverf