Saxifraga cespitosa

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
cespitosa
Íslenskt nafn
Þúfusteinbrjótur
Ætt
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
Samheiti
Saxifraga groenlandica L., Sp. Pl. 404. 1753.Saxifraga. uniflora R.Br., Chloris Melvill. 16. 1823.Saxifraga cespitosa L. subsp. uniflora (R.Br.) A.E.Porsild, Natl. Mus. Canada Bull. 135, Biol. Ser. 45: 135. 1955.Saxifraga. cespitosa L. subsp. sileniflora (Sternb.) Hultén, Fl. Aleut. Isl. 210. 1937.Saxifraga. sileniflora Sternb. ex Cham., Linnaea 6: 55. 1821.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum utan í klettum og á grýttum rindum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.04-0.15 m
Vaxtarlag
Einn af algengari steinbrjótum landsins. Hann vex allt land frá láglendi upp í meir en 1500 m hæð í þéttum þúfum eða toppum 4-15 sm á hæð. Margir blóm- og blaðsprotar af sömu rót. Blómstönglar fáblaða, uppréttir, kirtilhærðir og greinast yfirleitt efst í 2 eða fleiri blómleggi. Stönglar þéttsettir rauðum kirtilhárum.
Lýsing
Grunnblöðin sepótt-flipóttt, stilklaus, niðurmjó og frambreið með þrem til fimm odddregnum tönnum að framan. Stöngulblöðin stilklaus og heil ofan til á stönglum.Blómin hvít eða rjómagul, með gulleitum æðum, 8-10 (-15) mm í þvermál. Krónublöðin öfugegglaga um helmingi lengri en bikarblöðin. Fræflar 10, frævan klofin í toppinn með tveim stílum. Hýðið á lengd við bikarinn. Blómgast í maí eða fyrst í júní. 2n=80.LÍK/LÍKAR: Mosasteinbrjótur. Mosasteinbrjótur auðþekktur á löngum, gisblöðóttum blaðsprotum auk þess sem hann er allur stærri og með stærri blóm. Allbreytileg tegund sem oft er skipt í tvær eða fleiri deilitegundir.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt. Hann hefur fundist hæst háplantna, í 1780 m hæð utan í Hvannadalshnjúki.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel, Pólhverf