Saxifraga cernua

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
cernua
Íslenskt nafn
Laukasteinbrjótur
Ætt
Saxifragaceae (Steinbrjótsætt)
Samheiti
Saxifraga bulbifera auct. ross., non L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í rökum giljum og klettum, og lausum jarðvegi einkum til fjalla.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Vaxtarlag
Jurt, 8-20 sm á hæð. Stönglar lítt greindir, grannir, gisblöðóttir, oft meira eða minna hærðir, oftast með aðeins einu endastæðu blómi.
Lýsing
Grunnblöðin eru stilkuð, nýrlaga og 5-7 sepótt. Efstu stöngulblöðin þrísepótt eða heil. Dökkrauðir litlir laukknappar í öxlum sumra stöngulblaðanna en hvítleitir, þykkblöðóttir, aflangir laukknappar við grunn.Blómin hvít, 10-18 mm í þvermál. Krónublöðin 3-4 sinnum lengri en bikarblöðin. Fræflar 10, frævan klofin í toppinn með tveim stílum. Blómgast í júní-júlí. Blóm myndast ekki alltaf og ekki er vitað til þess, að plantan hafi þroskað fræ. Hún fjölgar sér því eingöngu með laukknöppum.LÍK/LÍKAR: Mosasteinbrjótur & lækjasteinbrjótur. Blómin líkjast mosasteinbrjót, en blöðin lækjasteinbrjót. Laukasteinbrjótur auðþekktur á rauðum laukknöppum í blaðöxlunum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða til fjalla í flestum landshlutum og til fjalla, þó sjaldgæfari á Vestur- og Suðurlandi en annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, teygir sig suður í Alpafjöll, Noreg, Síberíu og Alaska.