Krónumikið, lágvaxið tré, stundum einstofna en oftast margstofna. Börkurinn grár og sléttur í fyrstu en verður rákóttur með aldrinum. Greinar ljósgráar, árssprotar glansandi. Brumin gulbrún, áberandi stór og nær hnöttótt.
Lýsing
Blaðstilkar hærðir, 1-2 sm á lengd. Laufin breytileg að stærð og lögun, oftast 5-10 sm á lengd, egglaga - sporbaugótt og oft með bylgjuðum blaðjaðri, dökkgræn á efra borði en ljósgrágræn og æðaber á neðra borði.Sérbýli. Blómgast rétt fyrir laufgun að vori. Karlreklarnir litríkari og karlplöntur því eftirsóttari til ræktunar. Karlreklar með dökkgula frjóhnappa á blómgunartíma. Kvenreklar grænleitir. Fræ með löngum, hvítum svifhárum. Blómgast í apríl-maí.
Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Ræktuð á allmörgum stöðum, hefur sáð sér út á fáeinum stöðum t.d. á Egilsstöðum og í Grafarvogi og Kollafirði á höfuðborgarsvæðinu.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Evrópa, Kanada, Indland, Bali, Japan, Mexíkó, Nýja Sjáland, Rússland, N Ameríka.