Sagina subulata

Ættkvísl
Sagina
Nafn
subulata
Íslenskt nafn
Broddkrækill
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Spergella subulata (Swartz) Reichenb.Spergula subulata SwartzSpergularia nobreana Samp.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Rakur jarðvegur
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.02-0.06 m
Vaxtarlag
Myndar litlar, ljósgrænar þúfur. Stöglar upprétir, þétt kirtilhærðir með einu endastæðu blómi, 2-6 sm á hæð.
Lýsing
Blöðn með löngum broddi sem er oft lengri en þvermál blaðsins sjálfs. Krónublöðin jafnlöng bikarblöðum. Blómgast í júní. 2n=22.LÍK/Líkar: Broddkrækill (Sagina subulata) líkist langkrækli, en þekkist á því að blöðin enda í mun lengri broddi (-1/2 mm), auk þess sem hann er meira eða minna kirtilhærður.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða við sjó á Vesturlandi og Vestfjörðum, einnig á Austfjörðum frá Vopnafirði suður í Lón. Ófundinn annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Kanada, Færeyjar, Kína, Kosta Ríka, Evrópa, Indland, N Ameríka.