Myndar litlar, ljósgrænar þúfur. Stöglar upprétir, þétt kirtilhærðir með einu endastæðu blómi, 2-6 sm á hæð.
Lýsing
Blöðn með löngum broddi sem er oft lengri en þvermál blaðsins sjálfs. Krónublöðin jafnlöng bikarblöðum. Blómgast í júní. 2n=22.LÍK/Líkar: Broddkrækill (Sagina subulata) líkist langkrækli, en þekkist á því að blöðin enda í mun lengri broddi (-1/2 mm), auk þess sem hann er meira eða minna kirtilhærður.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða við sjó á Vesturlandi og Vestfjörðum, einnig á Austfjörðum frá Vopnafirði suður í Lón. Ófundinn annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Kanada, Færeyjar, Kína, Kosta Ríka, Evrópa, Indland, N Ameríka.