Sagina nivalis

Ættkvísl
Sagina
Nafn
nivalis
Íslenskt nafn
Snækrækill, Snæarfi
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Sagina intermedia Fenzl
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í flögum til til fjalla, lítt grónum vegköntum og er oft að finna á rökum áreyrum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.02-0.04 m
Vaxtarlag
Örsmá krækilstegund, aðeins um 2-4 sm á hæð. Stönglar jarðlægir eða uppsveigðir, ekki rótskeyttir oft dálítið rauðleitir og kvíslast þeir út frá miðstæðri blaðhvirfingu.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, lensulaga eða striklaga með örstuttum broddi. Stofnblöðin 5-12 mm á lengd. Blómin hvít eða glær, fjórdeild. Krónublöðin heldur styttri eða á lengd við bikarblöðin. Bikarblöð um 2 mm á lengd, breiðsporbaugótt, grænleit með dökkfjólubláum himnujaðri. Fræflar átta. Ein fræva sem verður að hýðisaldini við þroska. Hýði með fjórar - fimm tennur. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Langkrækill og skammkrækill. Snækrækillinn þekkist best frá þeim á dökkum faldi bikarblaðanna auk þess sem hann er allur dökkgrænni á litinn. Fjórdeild blómin greina hann frá langkrækli og fjallkrækli sem báðir hafa fimmdeild blóm.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur til fjalla og á miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Skandinavía, Færeyjar, Grænland, Mexíkó, Rússland, Svalbarða, Stóra Bretland, N Ameríka.