Sagina caespitosa

Ættkvísl
Sagina
Nafn
caespitosa
Íslenskt nafn
Fjallkrækill
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Sagina nivalis var. caespitosa (J. Vahl) Boivin
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex uppi á fjallsbrúnum eða bungutoppum, einkum þar sem deigur jarðvegur er.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.01-0.05 m
Vaxtarlag
Sjaldgæf, smávaxin krækilstegund sem myndar litlar, grágrænar, þéttar þúfur með visnum blöðum neðantil. Stönglar örstuttir með einu blómi.
Lýsing
Blöðin örsmá, gagnstæð, striklaga, stinn. Blómin hvít, fimmdeild blóm á stuttum, uppréttum blómleggjum. Krónublöðin lítið eitt lengri en bikarblöðin. 10 fræflar. Blómgast í júlí-ágúst. 2n = 84. LÍK/LÍKAR: Líkist helst snækrækli en myndar örsmáar þúfur.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæfur, mest á Norðausturlandi54, en finnst þó í flestum landshlutum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Grænland, Mexíkó, Noregur, Svíþjóð og N Ameríka.