Slæðingur kringum bæi, á ruslahaugum, meðfram vegum. Myndar gjarnan þéttar breiður í landi sem fellur í órækt.
Blómalitur
Grænleit blómhlífarblöð mest áberandi
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.50-1.30 m
Vaxtarlag
Stönglar sívalir, uppréttir, stinnir, gáróttir og trénast með aldrinum, 50 - 130 sm á hæð og jafnvel hærri við bestu aðstæður.
Lýsing
Blöðin eru stór, stilkuð, breiðlensulaga, með sterklegum miðstreng, og slímkenndu slíðri við blaðfótinn, 50-130 sm á hæð. Stofnblöðin allt að 15-30 sm á lengd og 5-10 sm á breidd en stöngulblöðin minni og á stytri stilk.Blómskipunin er þétt og blómmörg í mjög löngum, greinóttum klasa á stöngulendum. Blómin tvíkynja, leggjuð. Blómhlífin 6-blaða. Innri blómhlífarblöðin þrjú lykja þétt um aldinið, verða stór, sporbaugótt eða hjartalaga með aldrinum, tennt. Þau ytri eru mjórri og styttri, græn með rauðumjaðri og beygjast niður með aldrinum. Fræflar 6. Ein þrístrend fræva með þrjú, rauð og greind fræni. Aldin hnot, þroskar mikið af fræi og getur orðið hið argasta illgresi við vænleg skilyrði. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Plantan er sögð barkandi, styrkjandi, hægðaaukandi, blóðhreinsandi, varna rotnun, þvagaukandi og róandi. Af seyði ferskra blaða drekkist einn bolli þrisvar á dag og þótti það gott við niðurgangi, lifrarsjúkdómum, harðlífi, skyrbjúgi, holdsveiki og heimakomu. Eyðir útbrotum, kláða og kvillum í húð sé seyðið notað til þvotta. Líka má búa til smyrsl úr blöðum. Rætur og fræ hafa svipaða verkun. Fersk blöð eru hollt kálmeti. Úr blöðum fæst grænn og sterkgulur litur. Nafnið fardagagras (-kál) bendir til þess að menn hafi fyrst tekið blöðin um fardagaleytið. Njóli er e. t. v. algengasta nafnið á tegundinni. Njóli getur merkt grófan, trénaðan stöngul. Gott var að byrja slátt, þegar njóli var kominn á heimuluna”. (Ág.H.)Blöð njólans er mjög hollt kálmeti í súpur og grauta, ekki einungis fyrir þá sem eru hraustir og heilbrigðir, heldur einnig fyrir veika sem þola illa annan mat.
Útbreiðsla
Algeng við hús og bæi um mestallt land.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Andorra, Azerbaijan, Kanada , Kína, Danmörk, Færeyjar, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grænland, Japan, Mexíkó, Noregur, Perú, Rússland, Spánn, Svíþjóð, Stóra Bretland og N Ameríka.