Stönglar fremur uppréttir, þétt settir mjög misstórum þyrnum 30-90 sm á hæð. Þyrnar frá 1 mm upp í 8 mm að lengd. Smáþyrnar þéttir en inn á milli eru gisstæðari grófir þyrnar.
Lýsing
Blöðin stakfjöðruð, með þremur til fjórum blaðpörum og endablaði. Smáblöðin stilkuð, sporbaugótt, reglulega tennt, 1-2 sm á lengd, dökkgræn á efra borði en blágræn á neðra borði. Blómin fimmdeild, hvít, endastæð, 3-5 sm í þvermál. Krónublöðin 1,5-2 sm að lengd. Margir gulir fræflar í miðju blómsins. Bikarfliparnir mjóir, odddregnir, tenntir, 1-1,5 sm á lengd. Nokkrar loðnar frævur í miðju blómsins þroskast í aldin sem er hjúpaldin, hnöttótt og blárautt að lit, u.þ.b. 6-8 mm í þvermál, holt með smáum hnetum í botni. Blómgast í júlí-ágúst. 2n = 56.LÍK/LÍKAR: Glitrós. Þyrnirós auðgreind frá henni á hvítum blómum. Óblómguð þekkist hún á mjög þéttum, misstórum þyrnum og mun smærri axlablöðum.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf og vex nú á einum sex aðskildum stöðum hérlendis í dag.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Balí, Mexíkó, Íran, Panama, Nýja Sjáland, Kanda, Rússland og N Ameríka.