Finnst í votlendi og við laugar og ekki síst í ræktaðri jörð við bæi. Þolir mikið traðk.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15-0.35 m
Vaxtarlag
Stönglar gáróttir, skriðulir og rótskeyttir við liðamótin. Blómgreinar uppréttar eða uppsveigðar í endann. Stönglar hærðir með stakstæðum og stofnstæðum blöðum á löngum stilkum, 15-35 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin þrískipt, hver hluti aftur djúpskertur í þrjá tennta flipa. Blaðstilkar þétthærðir en blaðkan gishærð, endablaðkan greinilega stilkuð. Efstu stöngulblöðin stilklaus, þríklofin, flipar lensulaga eða aflangir og oftast nær heilir.Blómin fagurgul, 1,5-2,5 sm í þvermál. Bikarblöðin bleikmóleit, 5-6 mm á lengd. Margir fræflar með fagurgulum frjóhnöppum. Allmargar frævur í miðju blóminu, verða að einfræja smáhnetum með stuttri trjónu. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Brennisóley. Skriðsóley þekkist frá henni á þrískiptri blöðku, þar sem a.m.k. endasmáblaðið er greinilega stilkað.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða í byggð og á gömlum eyðibýlum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Ástralía, Bólevía, Brasílía, Kanada, Chile, Kína, Equador, Grænland, Japan, Mexíkó, Marakkó, Nýja Sjáland, Panama, Thaíland, Evrópa og N Ameríka.