Ranunculus acris

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
acris
Íslenskt nafn
Brennisóley (Túnsóley, Sóley)
Ætt
Ranunculaceae (Sóleyjaætt)
Samheiti
Ranunculus acer auct.Ranunculus stevenii auct., non Andrz. ex Besser
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex einkum í graslendi og oft í túnum, högum, grösugum bollum og í giljum og dældum til fjalla. Algeng um land allt.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.15-0.40 m
Vaxtarlag
Stönglar sívalir, meira eða minna greindir ofan til, hærðir neðan til,15-40 sm á hæð. Stöku plöntur finnast þó til fjalla með ógreindum stöngli og endastæðu blómi.
Lýsing
Stofnblöðin og neðstu stöngulblöðin stilklöng. Blöðin stakstæð, loðin, djúpt handskipt í þrjá til fimm hluta sem hver um sig er djúpskertur í þrjá sepótta flipa. Háblöðin eru nærri stilklaus og þrískipt, stilkstutt eða stilklaus.Blómin fimmdeild, fagurgul, hvert 2-2,5 sm í þvermál, endastæð á greinóttum, löngum blómstilkum. Krónublöðin gljáandi, snubbótt. Bikarinn einfaldur, bikarblöðin gulgræn, loðin með breiðum himnufaldi. Margir fræflar og margar frævur sem verða að litlum, einfræja hnetum við þroska. Blómgast í maí-júní. "Íslenskum eintökum hefur verið skipt í tvær deilitegundir, subsp. villosus (Drabble) Nyman sem er algengust á láglendi, og subsp. pumilus (Wahlenb.) Á. & D. Löve sem einkum vex til fjalla".(H.Kr.) LÍK/LÍKAR: Skriðsóley, sifjarsóley og gullmura. Skriðsóley auðþekkt á þrískiptri blöðku með greinilega stilkuðu endasmáblaði. Sifjarsóley auðgreind af mjög fjölbreytilegri blaðlögun. Stofnblöðin eru nýrlaga og gróftennt en stundum djúpsepótt eða skipt með tenntum flipum en stöngulblöðin, einkum efstu blöðin skipt í nokkra striklaga eða Y-laga flipa. Einnig má nefna að blómstilkar eru gáróttir.Gullmura auðgreind á tvöföldum utanbikarnum og blaðgerðinni.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Síðara orðið í tegundarheitinu, viðurnafnið acris, er til komið vegna beisks bragðs ferskra blaða og blóma. Kvikfénaður forðast hana því á sumrin, en við þurrkun hverfur óbragðið og spillir hún því ekki töðu að neinu marki. Blómin eru eitruð, en voru áður notuð til þess að brenna burtu vörtur. Nafnið túnasóley er dregið af vaxtarstað.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanda, Evrópa (Austurríki, Þýskaland), Grænland, Mexíkó, N Ameríka.