Puccinellia capillaris

Ættkvísl
Puccinellia
Nafn
capillaris
Íslenskt nafn
Sjávarfitjungur
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
P. maritima (Huds.) Parl,; P. distans (L.) Parl. ssp. borealis (Holmb.) W. E. Hughes, P. retroflexa auct., P. suecica (Holmb.) Holmb.
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex á sjávarflæðum og sjávarklöppum, stundum í söltum dýjum allfjarri sjó.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.05 - 0.25 m
Vaxtarlag
Vex meira og minna í toppum, 5-25 sm á hæð með 2-4 hnjám. Að blómgun lokinni vaxa skriðulir blaðsprotar eða renglur út úr þúfunum.
Lýsing
Blöðin ljósblágræn, mjúk og hárlaus, hálfsívöl, frekar grönn eða aðeins 1-1,5 mm í þvermál. Stöngulblöðin stundum flöt eða samanlögð neðantil. Puntgreinarnar grannar, alltaf uppréttar, þær neðstu þó stundum útstæðar. Smáöxin fjólublá, mjó, 3-8-blóma. Axagnir stuttar, grænar eða fjólubláar með breiðum himnufaldi, tenntar eða skertar í endann. Efri axögnin oft helmingi lengri en sú neðri. Blómagnir oftar grænar en fjólubláar, sú neðri 3-4 mm á lengd. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Varpafitjungur (Puccinellia distans) líkist sjávarfitjungi, vex í þéttum toppum en er með mun lengri puntgreinar sem beinast meira út og jafnvel niður. Hann er ekki aðeins bundinn við ströndina heldur vex hann stundum kringum bæi upp til sveita. Algengari þó í malarfjörum eða á sjávarflæðum.
Heimildir
HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 2 Feb. 2007]
Útbreiðsla
Algengur með ströndum fram um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, N Ameríka, Kanada, Arktísk, Kína, Nýja Sjáland ov.