Potentilla sylvestris Neck.Potentilla tormentilla (Crantz) Neck.Potentilla tormentilla StokesTormentilla erecta L.
Lífsform
Fjölær jurt
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.20 m
Vaxtarlag
Allþykkur jarðstöngull með grönnum, uppréttum eða jarðlægum stöngulum, 5-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin langleggjð, þrískipt og visna snemma. Stöngulblöðin stilklaus, stjörnulaga, nær hárlaus. Fjögur gul krónublöð, lítið eitt lengri en bikarblöðin með rauðgulum bletti við nöglina. Lík/Líkar: Gullmura: Þessi sjaldgæfa tegund sem einngig hefur verið nefnd blóðrót (þegar rótin kemst í snertingu við andrúmsloft verður hún rauð), hefur svipuð fimmskipt blöð og gullmura, en þekkist á fjórdeildum, gulum blómum með utanbikar.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf, vex við jarðhita í Reykjarfirði nyrðri á Ströndum. Vex þar aðeins á litlum bletti og óvíst um aldur hennar þar. Annars staðar hefur hún aðeins sést sem slæðingur á örfáum stöðum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Indland, Bali, Mexíkó, Marakkó, Nýja Sjáland, N Ameríka.