Vex í tjörnum, stöðuvötnum, skurðum og jafnvel í lækjum.
Blómalitur
Óásjáleg blóm - grágrænt ax
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.30-1 m (eftir vatnsdýpt)
Vaxtarlag
Fjölær, einkímblaða vatnajurt, vex á kafi að öllu eða einhverju leyti, stór og grófgerð með greindum stönglum og grágrænum blöðum, 30-100 sm á hæð eftir vatnsdýpt.
Lýsing
Flotblöðin oddbaugótt eða aflöng,, 4-9 sm að lengd og um 1 ,5-3 sm á breidd, bogstrengjótt með skörpum miðstreng, oft mjög stilklöng. Slíðurhimnan alllöng, þykk og stinn. Séu kafblöð til staðar eru þau lensulaga með grópuðum blaðstilk, en neðstu blöðin oftast blöðkulaus vegna rotnunar. Blómin tvíkynja, fjórir fræflar og fjórar frævur. Blómin smá og mörg saman í axi. Axið grágrænt, 1,5 -4 sm á lengd og stendur upp úr vatninu. Aldin allstór, gulleit og gljáandi. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Grasnykra. Blöðkunykran þekkist best á því, að kafblöð vantar oft og/eða að þau eru meira og minna blöðkulaus.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng í vötnum á Suðvesturlandi frá Þjórsá vestur á Snæfellsnes, og á Fljótsdalshéraði. Á nokkrum stöðum öðrum, einkum á Norðurlandi vestanverðu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Temp. Asía ov.