Potamogeton fieberi RouyPotamogeton grisebachii Heuff.Potamogeton tenuissimus Rchb.Potamogeton berchtoldii var. acuminatus FieberPotamogeton berchtoldii var. mucronatus FieberPotamogeton pusillus var. berchtoldii Asch & Graebn.Potamogeton pusillus var. tenuissimus Mert. & W. D. J. Koch
Lífsform
Fjölær vatnajurt (einkímblöðungur)
Blómalitur
Óásjáleg blóm
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0,10-0.25 (-0.50) m
Vaxtarlag
Fjölær, einkímblaða vatnajurt, sem vex á kafi að öllu eða einhverju leyti. Stönglar grannir, liðastuttir og oftast mjög greindir, 10-25(-50) sm á hæð/lengd.
Lýsing
Blöðin striklaga, ljósgræn eða brúngræn, yfirleitt ydd eða með smábroddi í endann, með þrem æðastrengjum, um 2,5-4 sm á lengd og 1-1,5 mm á breidd, slíðurlaus og oftast kaflæg. Axlablöð mjó og himnukennd, um 4-8 mm á lengd. Blómin tvíkynja, fjórir fræflar og fjórar frævur, nokkur saman í einu, stuttu 5-7 mm, nær hnöttóttu axi á stöngulendum, fljóta í vatnsyfirborðinu eða eru í kafi. Axleggurinn 1-2 sm á lengd. Aldinin um 2 mm löng. Blómgast í júní-júlí. KJÖRLENDI: Vex í tjarnapollum, skurðum og grunnum stöðuvötnum. Nokkuð víða um land allt en sjaldséð á hálendinu.LÍK/LÍKAR: Þráðnykra & hnotsörvi. Þráðnykran auðþekkt í blóma á reglulegu bili á milli blómhnoðanna. Smánykran þekkist frá hnotsörvi á blómaxinu á stöngulendanum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða um landið á láglendi í grunnum vötnum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa ov.