Potamogeton alpinus

Ættkvísl
Potamogeton
Nafn
alpinus
Íslenskt nafn
Fjallnykra
Ætt
Potamogetonaceae (Nykruætt)
Samheiti
Potamogeton annulatus BellardiPotamogeton microstachys Wolfg.Potamogeton purpurascens Seidl ex J. Presl & C. PreslPotamogeton rufescens Schrad.Potamogeton semipellucidus W. D. J. Koch & ZizPotamogeton serratus Roth
Lífsform
Fjölær vatnajurt (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í tjörnum, síkjum, skurðum og stöðuvötnum, stundum allhátt yfir sjó.
Blómalitur
Óásjáleg blóm - rauðbrúnt ax
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.20-0.60 m
Vaxtarlag
Fjölær, einkímblaða vatnajurt, sem vex á kafi að öllu eða einhverju leyti, myndar sjaldan flotblöð. Öll jurtin oftast rauðleit eða ryðbrún. Jarðstönglar með allstórum vetrarbrumum. Stönglar greinast í toppinn í nokkuð jafnlangar greinar, 20-60 sm á hæð/lengd.
Lýsing
Myndi hún flotblöð eru þau öfugegglaga, spaðalaga eða lensulaga, 5-10 sm á lengd, dálítið skinnkennd, stilkurinn oftast styttri en blaðkan sem mjókkar jafnt niður á stilkinn, slíðurhimnan, þykk og stinn. Kafblöðin lensulaga, snubbótt, brún eða grænleit, himnukennd með ljósum miðstreng, óstilkuð, yfirleitt nokkuð löng, oftast 6-16 sm og mjókka jafnt niður að blaðfætinum.Blómin tvíkynja, fjórir fræflar og fjórar frævur. Blómin smá, þétt saman á 1,5-2,5 sm löngu, rauðbrúnu axi sem stendur upp úr vatninu. Axleggurinn allur jafngildur. Aldinið rauðleitt með hvössum kili og stuttri trjónu, 3-4 mm á lengd. Blómgast í júlí.LÍK/LÍKAR: Grasnykra & Langnykra. Fjallnykran þekkist frá grasnykru á löngum, snubbóttum kafblöðum. Fjallnykran þekkist langnyrku á því að kafblöðin mjókka jafnt að blaðfætinum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða um land allt, en ófundin á MiðhálendinuÖnnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka, Kanada, Grænland, Japan, Pakistan ov.