Poa flexuosa

Ættkvísl
Poa
Nafn
flexuosa
Íslenskt nafn
Lotsveifgras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Poa laxa subsp. flexuosa (Sm.) Hyl.
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex á melum og í skriðum hátt til fjalla.
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
(0.06-) 0.10 - 0.20 (-0.25) m
Vaxtarlag
Þéttar og lágar þúfur, án skriðulla blaðsprota. Stráin mjúk, uppsveigð, skástæð eða upprétt, 10-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin mjúk, ljósgræn eða bláleit, flöt eða samlögð, fremur mjó, 1-2 mm, efstu stráblöðin uppi undir puntinum. Slíðurhimnan odddregin, 2-3 mm á lengd. Punturinn mjór og lítið eitt lotinn með fáblóma smáöxum, sem eru ljóst gráfjólublá. Puntgreinar grannar en aðlægar. Smáöxin oftast tví- til þríblóma. Axagnir dökkar, breiðar en odddmjóar, 3-4 mm á lengd, þrítauga. Blómagnir með ógreinilegum taugum, himnurendar, hærðar neðan til en með fjólubláu belti ofan til. Frjóhnapparnir 0,5 mm á lengd. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Blásveifgras (Poa glauca). Lotsveifgrasið er með grænni, mýkri og linari strá og punturinn aðeins lotinn.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.rbgkew.org.uk/data/grasses-db/cite.htm
Útbreiðsla
Allalgengt hátt til fjalla, oftast ofan 700 m. Sjaldgæft á Vestfjörðum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Grænland, N Evrópa, temp. Asía.