Picea sitchensis

Ættkvísl
Picea
Nafn
sitchensis
Íslenskt nafn
Sitkagreni
Ætt
Pinaceae
Lífsform
tré, sígrænt
Kjörlendi
sól, hálfskuggi
Hæð
10-20 m (-50m)
Vaxtarlag
Króna gamalla trjáa breið-keilulaga. Börkur grár til rauðbrúnn með þunn heistur. Neðri greinar nær láréttar út frá stofni, þær efri skástæðar upp á við.Brum egglaga, allt að 5mm á lengd, snubbótt, ljósbrún, kvoðug. Árssprotar glansandi, ljósgráir til appelsínubrúnir, hárlausir, nálanabbar áberandi uppstæðir.
Lýsing
Nálar geislastæðar á láréttum greinum, skrúfstæðar neðann á greinum, 15-25mm að lengd, 1.-1.2mm í þvermál, stinnar með stingandi odda, dálítið flatvaxnar, næstum tígullaga í þversnið, glansandi grænar á efra borði og með ógreinilegum óslitnum varaopsrákum, á neðra borði 6-8 silfurhvítar varaopsrákir.Könglar sívalir 5-8cm að lengd og 3cm í þvermál. Ungir könglar gulgrænir en verða fullþorska gulbrúnir. Köngulhreistur lang-tígullaga, þunn og aftursveið, jaðrar bylgjaðir og tenntir.
Uppruni
NV N-Ameríka
Sjúkdómar
sitkalús, greniköngullingur
Harka
4
Heimildir
1,2,9
Fjölgun
sáning, sumar- og vetrargræðlingar
Notkun/nytjar
skjólbelti,limgerði,þyrpingar,stakstæð,skógrækt
Reynsla
Harðger um mest allt land, vex best í röku loftslagi, saltþolið. Mikið notuð sem skógartré í flestum landshlutum.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis sem ekki hafa verið reynd hér. T.d. 'Compacta' þétt og lágvaxið -2m, 'Microphylla' þétt, lágvaxið og mjög hægvaxta, mjókeilulaga, 'Nana' hægvaxta, lágvaxið með bláleitu barri, 'Speciosa' með þéttar uppsveigðar greinar, 'Strypemonde' þétt, lágvaxið og mjög hægvaxta - barr með bláu ívafi og fleiri mætti nefna. Öll ætti að reyna hérlendis ef tök eru á því.