Phleum pratense

Ættkvísl
Phleum
Nafn
pratense
Íslenskt nafn
Vallarfoxgras
Ætt
Poaceae
Samheiti
Phleum bulbosum Gouan; Phleum nodosum L.; Phleum pratense subsp. nodosum (L.) Trabut; Phleum pratense subsp. pratense;
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Ræktað í túnum, slæðingur í valllendi og við bæi.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.30 - 1 m
Vaxtarlag
Lausþýfð grastegund, stráin fremur gróf, upprétt með 3-4 liðum, 30-100 sm á hæð. Blöðin er mjúk og breið, 4-10 mm. Slíðurhimnan 2-4 mm á lengd.
Lýsing
Smáöxin stuttleggjuð, einblóma, þétt saman í sívölu, 3-8 sm löngu og 8-12 mm breiðu, grágrænu samaxi (axpunti). Axpunturinn stinnur og nokkuð hrjúfur viðkomu. Axagnir 4-7 mm á lengd, með löngum randhárum á kilinum, mjókka snöggt ofan til og ganga fram í grænan, 1-3 mm langan odd. Blómagnir 2-3 mm á lengd. Frjóhirslur fjólubláar, hanga út úr axinu um blómgunartímann. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Háliðagras. Háliðagrasið má þekkja á axögnum smáaxanna og að smáöxin eru mun lausari á axhelmunni þannig að auðvelt er að strjúka þau þau af leggnum sé hann sveigður.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 08 Feb. 2007]; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Phleum+pratense
Reynsla
Ræktað um allt land til fóðurframleiðslu, þroskar vel fræ og sáir sér nokkuð út og er löngu orðið ílent.
Útbreiðsla
Slæðingur í byggð, víða um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka, Arktísk, S Ameríka ov.