Phleum commutatum Gaudin, Phleum alpinum L. ssp. commutatum (Gaudin) Hultén;
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í frjóu graslendi, giljum og móum, einkum til heiða. Algeng um land allt.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.40 m
Vaxtarlag
Lausþýfð grastegund. Stráin upprétt og hnébeygð, 15-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin eru fremur stutt, 3-4 mm á breidd. Slíðurhimnan stutt, 1-2 mm. Efsta blaðslíður útblásið og efsta stöngulblað mjög stutt.Axpuntur er stuttur og gildur, yfirleitt dökkbláleitur eða brúnfjólublár, egglaga – sívalur, stinnur og hrjúfur viðkomu, 1-3 sm á lengd og 8-12 mm á breidd. Smáöxin eru einblóma, axagnir randhærðar á kili, 5-7 mm á lengd og ganga fram í hvassan brodd, axagnarbroddurinn venjulega helmingi styttri en ögnin. Frjóhnapparnir ljósir. Blómgast í júní-júlíí. 2n=14, 28.LÍK/LÍKAR: Vallarfoxgras. Fjallafoxgras þekkist á styttra axi og að efsta eða efstu blaðslíður eru útblásin.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200025871; Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 08 Feb. 2007]
Reynsla
“Væri fjallafoxgras saumað í kviðarull sauðfjár, var það trúa manna, að það yrði ekki refum að bráð. Tegundin hefur verið nefnd ýmsum nöfnum, s. s. skollapuntur, tófugras, refskott og rottuhali”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengt um land allt, nema síst á láglendi Suðurlands. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía, E USSR, Kína, Mongólía, Indland, N Ameríka, Arktísk, Mexíkó, S Ameríka ov.