Phegopteris polypodioides Fée, Thelypteris phegopteris (L.) Sloss., Lastrea phegopteris (L.) Bory, Dryopteris phegopteris (L.) C. Chr.
Lífsform
Fjölær burkni (gróplanta)
Kjörlendi
Vex í gjótum, hraunsprungum, kjarri og stundum við laugar. Sjaldgæfur.
Hæð
0.10 - 0.30 m
Vaxtarlag
Upp af láréttum, grönnum og greinóttum, skriðulum jarðstönglum vaxa tvífjaðurskiptar, gisstæðar blöðkur. Blaðstilkurinn með ljósbrúnu hreistri, tvöfalt til þrefalt lengri en blaðkan sem er nær þríhyrnd í laginu vegna þess að hliðarsmáblöðin lengjast jafnt niður eftir blöðkunni. Hæð 10-30 sm.
Lýsing
Blaðkan, grágræn, hvíthærð báðum megin, þríhyrnd og oddmjó. Neðsta blaðparið oftast lengst og vísar oft meira niður en hin. Smáblöð annarrar gráðu fjaðurskipt, lensulaga, stilklaus, oft tennt á neðstu blaðpörum, annars heilrend. Gróblettir kringlóttir, í röðum neðan á blaðröndum smáblaðanna, án gróhulu. Gróin með einu kirtilhári og einu bursthári. 2 n = 90LÍK/LÍKAR: Engar; auðþekktur frá öðrum burknum á hinni þrístrendu lögun blöðkunnar.
Allvíða á vestanverðu landinu, en sjaldséður eða ófundinn annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía, Ástralía, Grænland, Tonga ov.