Hávaxin, upprétt grastegund sem breiðist nokkuð hratt út með jarðrenglum.
Lýsing
Blöðin fremur breið, löng og snörp. Blöðin hvítröndótt á afbrigðinu 'Picta', annars græn.Punturinn þéttur, aflangur, dálítð einhliða, fjóllubláleitur. Smáöxin þétstæð, axagnir týtulausar. Blómgast í júlí-ágúst. 2n = 28
Heimildir
2,3,9, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 27 Mars 2007; 15:30 GMT]
Útbreiðsla
Slæðingur á ýmsum stöðum, sums staðar farinn að ílendast. Bæði um að ræða hvítröndótt afbrigði sem slæðist frá ræktun, en einnig venjulegan strandreyr. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka, Kanda, Arktísk, Mexíkó, S Ameríka.