Stórvaxin, hárlaus vatnajurt, 20-40 sm. Jarðstöngull ber eina eða fleiri ógreindar stöngulgreinar.
Lýsing
Blöðin flotlæg, stakstæð, mjóegglaga eða lensulaga, stór, 4-15 sm á lengd og 1,5-3 sm á breidd, heilrend, grágræn eða nokkuð rauðleit, stilkuð og slíðurfætt. Blaðkan með áberandi miðstreng og reglulegum hliðarstrengjum. Blómin fimmdeild í þéttu axi efst á stönglinum. Krónublöðin ljósrauð-rauðbleik að lit, snubbótt. Fræflar 5, frævan með tveim stílum, samvöxnum neðst og upp undir miðju. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Auðþekkt í blóma en líkjast óblómguð nykru. Aðgreind á greinilega fjaðurstrengjóttum blöðkum, sem oftast eru þverar í grunninn. Nykrur allar með bog- eða beinstrengjótt blöð.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf og hefur aðeins fundist á þremur stöðum hérlendis, við Hofgarða á Snæfellsnesi, í Gaulverjabæjartjörn í Flóa þar sem hún nú er útdauð, og að lokum í Kakkarvatni í Flóa.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Mexikó, N Ameríka, S Ameríka, Evrópa, Asía, Afríka.