Blöðin ljósgræn-blágræn, langstilkuð, hárlaus, þunn, flipótt eða fjaðurskipt, hárlaus eða gishærð.Blómin endastæð, stór, 4-6 sm í þvermál, hvít, gul eða rauðgul. Krónublöðin fjögur mun lengri en bikarblöð. Bikarblöðin tvö, svartloðin, falla strax af við blómgun. Fræflar margir með gular frjóhirslur. Ein stór stíllaus fræva, svarthærð með stjörnulaga, 6-9 arma fræni ofan á toppnum. Hýðið kylfulaga. Blómgast í júní.