Papaver croceum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
croceum
Íslenskt nafn
Garðasól
Ætt
Papaveraceae (Draumsóleyjaætt)
Samheiti
Papaver nudicaule L.; Papaver angrenicum Pazij; Papaver croceum subsp. altaicum Serg. Papaver croceum subsp. corydalifolium (Fedde) Tolm. Papaver croceum subsp. subcorydalifolium (Fedde) Tolm. Papaver nudicaule var. croceum (Ledeb.) Kitag.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í vegköntum og í nágrenni bæja og býla. Vex hér og þar um landið en aðeins sem slæðingur. Ræktuð í görðum og hefur borist þaðan út í náttúruna. Sáir sér ótæpilega og því vart talin til auðveldra garðplantna.
Blómalitur
Hvítur, gulur, appelsínugulur, bleikur
Blómgunartími
Júní/júlí
Hæð
0.25-0.40 m
Vaxtarlag
Upp af gildri stólparót rísa beinir eða aðeins sveigðir stönglar, 1 eða fleiri saman, blómstilkar blaðlausir, með móleitum, aðlægum hárum, 25-40 sm á hæð. LÍK/LÍKAR: Melasól. Garðasól auðþekkt á hárlausum blöðum, margskiptu fræni og á mun stærri blómum.Uppréttir eða skástæðir, fremur stinnir stöngar.
Lýsing

Blöðin ljósgræn-blágræn, langstilkuð, hárlaus, þunn, flipótt eða fjaðurskipt, hárlaus eða gishærð.Blómin endastæð, stór, 4-6 sm í þvermál, hvít, gul eða rauðgul. Krónublöðin fjögur mun lengri en bikarblöð. Bikarblöðin tvö, svartloðin, falla strax af við blómgun. Fræflar margir með gular frjóhirslur. Ein stór stíllaus fræva, svarthærð með stjörnulaga, 6-9 arma fræni ofan á toppnum. Hýðið kylfulaga. Blómgast í júní.

Heimildir
GRIN, HKr
Útbreiðsla
Víða ræktuð, sáir sér auðveldlega út og víða orðin ílend nálægt byggð. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, N Ameríka, Evrópa