Oxalis acetosella

Ættkvísl
Oxalis
Nafn
acetosella
Íslenskt nafn
Súrsmæra
Ætt
Oxalidaceae (Súrsmæruætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í valllendi, mólendi og skóglendi.
Blómalitur
Hvítur - bláleitar æðar
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Láréttir, skriðulir jarðstönglar með fjölmögum, þéttum, smáum og þykkum hreisturblöðum. Upp af þeim vaxa síðan ofanjarðarstönglarnir með blómum og blöðum.
Lýsing
Laufblöðin ljósgræn, þrífingruð, langstilkuð, áþekk smárablöðum, en þekkjast á því að smáblöðin eru öfughjartalaga. Blómin fimmdeild, hvít með bláleitum, misdökkum æðum. Krónublöð 1,5-2 sm í þvermál, 3-4 sinnum lengri en bikarblöðin. Fræflar eru tíu og allir samvaxnir neðantil. Ein fræva. Fræin þeytast út við aldinþroskunina.
Heimildir
3.9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf, aðeins á örfáum stöðum á Austfjörðum frá Héraðsflóa suður í Seyðisfjörð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía