Ophioglossum sabulicolum Sauzé & MaillardOphioglossum vulgatum subsp. ambiguum (Cosson & Germ.) E.F. WarburgOphioglossum vulgatum subsp. polyphyllum auct., non A. BraunOphioglossum vulgatum var. islandicum A. & D. LöveOphioglossum vulgatum var. minus Ostenf. & Gröntved
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Vex í volgum leirflögum í nánd við hveri eða á laugarbökkum. Eingöngu í volgum jarðvegi, í leirflögum eða utan í laugarbökkum.
Hæð
0.03-0.10 m
Vaxtarlag
Örlítil jurt (gróplanta) með tveim eða þrem, sjaldan fjórum, egglaga blöðum, í hvirfingu upp af jarðstönglinum.
Lýsing
Blöðin klofin ofan frá í laufblaðkenndan og gróbæran hluta. 3-10 sm á hæð. Gróbæri hlutinn og blaðhlutinn eru í raun eitt og sama blaðið sem klofnar í tvennt á vissu þroskastigi.Blöðkur grólausa blaðhlutans eru oddbaugóttar, lensulaga eða egglaga, heilrendar og netstrengjóttar, 2-4 sm á lengd og 5-15 mm á breidd. Gróbæri blaðhlutinn ber eitt, einhliða, gulgrænt, grannt ax með tveim þéttum gróhirsluröðum með 6-15 gróhirslum hvorumegin eftir endilöngu axinu, 10-15 mm á lengd. Gróhirslur þétt saman í tveim röðum eftir endilöngu axinu. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Í gömlum lækningabókum er greint frá því, að plantan lækni mörg slæm sár. Blöðin voru mulin smátt og soðin í nýrnamör og fljótandi olíu og fékkst þá eitt hið besta sárasmyrsl (Green Oil of Charity)”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf en getur þó verið í nokkru magni þar sem réttar aðstæður eru fyrir hendi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N, V og M Evrópa