Omalotheca sylvatica

Ættkvísl
Omalotheca
Nafn
sylvatica
Íslenskt nafn
Grájurt
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Basionym: Gnaphalium sylvaticum L.Synonym(s): Gnaphalium sylvaticum L.Synchaeta sylvatica (L.) Kirp.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Brattar og þurrar brekkur móti suðri, oft við hveri og laugar.
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.10-0.25 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, blöðóttir, ógreindir og hvítlóhærðir, 10-25 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin einstrengjótt, þétthvítlóhærð, einkum á neðra borði, heilrend eða mjög gistennt. 3-8 sm löng og 0,2-0,5 sm á breidd. Stöngulblöðin styttast eftir því sem ofar dregur og eru lengst við grunn.Körfurnar í löngum, fremur gisnum klösum á stöngulendum. Körfur fremur smáar eða aðeins um 5 mm. Reifablöðin græn í miðju, egglaga til langsporbaugótt, heilrend, gljáandi, með breiðum himnufaldi, 3-4 mm löng, 1-2 mm breið. Krónupípan ljósgræn neðan til en brúnleit í endann hárfín, 0,1-0,2 mm, breikkar stundum við opið upp í 0,5 mm. 5 krónuflipar. Blómgast gulhvítum blómum í júlí.LÍK/LÍKAR: Fjandafæla.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf, finnst einkum á Vestu- og Norðurlandi austur að Öxarfirði. Mjög sjaldgæf á Suður- og Austurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Pólhverf; N Evrópa, N Ameríka, N & A Asía