Omalotheca supina

Ættkvísl
Omalotheca
Nafn
supina
Íslenskt nafn
Grámulla
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Basionym: Gnaphalium supinum L.Synonym(s): Gnaphalium supinum L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í snjódældum og lautadrögum til fjalla en finnst einnig á láglendi í snjóþungum héruðum.
Blómalitur
Gulmóleitur (öll blómin pípukrýnd)
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.02-0.08 m
Vaxtarlag
Stönglar grannir, uppréttir eða uppsveigðir, gisblaða og oftast margir saman á greindum jarðstöngli. Stönglar og blöð, 2-8 sm á hæð. Plantan er svo ullhærð, að til að sjá virðist sem mygluskellur séu í graslautum þar sem hún vex.
Lýsing
Blöðin nær striklaga, mjókka í endann, 1,5-3 mm breið og um 1-1 ,5 sm á lengd. Blómin nokkur saman í fáum, litlum körfum efst á stöngulendanum. Körfurnar eru smáar og nærri legglausar. Þær eru þéttstæðar í fyrstu en gisstæðari með aldrinum, umluktar svartleitum reifum. Reifablöðin svarbrún utan til en græn umhverfis miðtaugina, stundum með purpurarauðu belti. Blómin öll pípukrýnd. Krónupípur 3-4 mm á lengd, brúnleitar í endann með 5 flipum, fjólubláleit á belti þar fyrir neðan en ljósgræn neðst. Hárkrans umhverfis aldin. Aðeins hinn brúni efsti hluti krónunnar er sýnilegur út úr körfunni. Blómgast gulmóleitum blómum í júní. LÍK/LÍKAR: Fjallalójurt & Grámygla. Fjallalójurt má þekkja á blaðlögun, blöðin flest í hvirfingu við grunn, frambreið (2-3 mm) með stuttum broddi í endann.Grámyglan þekkist best á hinum marggreindum stöngli, og að stofnstæðu blaðhvirfingarnar vantar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um allt land þar sem hún finnur öruggt skjól undir snjó á veturna. Finnst að jafnaði ekki á láglendi í snjóléttum sveitum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Grænland, Nýfundnaland, Labrador, Evrópa, Asía (Kákasus, Íran).