Vex sem ílendur slæðingur hér og þar við bæi, í görðum, gömlum garðlöndum og skógarreitum. Mjög erfitt að uppræta hann úr görðum hafi hann á annað borð náð þar fótfestu. Breiðist oft hratt út þar sem hann nær sér á strik.
Blómalitur
Hvítur-grænhvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.50-1.6 m
Vaxtarlag
Stönglar holir, grófgreinóttir, töluvert liðaðir, 50-160 sm á hæð. Stönglar, blaðstilkar og blöð loðin. Öll jurtin sætilmandi.Blöðin stór, þrífjöðruð, ljósgræn. Sterkt anísbragð er af blaðstilkum.
Lýsing
Blómin fimmdeild, grænhvít, í tvöföldum, samsettum, allstórum (5-10 sm) sveipum, hvert blóm 2-4 mm í þvermál. Krónublöðin 5, um 2 mm á lengd, skert í oddinn. Fræflar 5. Frævan með tveim stílum. Við þroska myndast tvö, gljáandi, dökkbrún deilialdin með skörpum rifjum. Hvert aldin 20-25 mm á lengd. Smáreifarnar randhærðar og stórreifar vantar. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Skógarkerfill. Spánarkerfillinn auðþekktur á hæringu og ljósari lit blaðanna, anísbragði blaðstilkanna, og á mun stærri og skarprifjuðum aldinum.
Heimildir
3,9, HKr
Útbreiðsla
Allalgengur í byggð hér og hvar um landið.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, N Ameríka, Evrópa, Mexíkó ov.