Myosotis laxiflora Reichenb.Myosotis palustris (L.) HillMyosotis praecox HülphersMyosotis palustris (L.) Hill subsp. palustrisMyosotis scorpioides subsp. palustris (L.) F. Hermann
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Innfluttur slæðingur sem vex í raklendi, oft í skurðum og meðfram lækjum og með vatni um mýrlendi og vatnsbakka. Er upprunalega slæðingur úr görðum og vex allvíða.
Blómalitur
Heiðblár, gul við ginið
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.15-0.30 (-0.45) m
Vaxtarlag
Stönglar stinnir, uppsveigðir og greinóttir fyrir ofan miðju. Hæð 15-30 sm, en getur orðið hærri við bestu aðstæður. Stönglar, blöð og bikarar gishærðir með stuttum og aðlægum hárum.
Lýsing
Blöðin 5-15 mm, aflöng–lensulaga - spaðalaga, frambreið, blómskipun er blaðlaus. Blómskipun þétt, blaðlaus. Blómin blá, 7-8 mm í þvermál. Krónufliparnir heiðbláir, hvítir eða gulleitir við blómginið, snubbóttir. Krónupíapn lengri en bikarfliparnir. Eitt fræni og fimm fræflar. Ferkleif aldin, með dökk, gljáandi deilialdin. Aldinleggurinn aðeins lengri en bikarinn sem er lítill, fimmtenntur og grunnt klofinn. Blómgast í júlí-ágúst. 2n=66.LÍK/LÍKAR: Gleym-mér-ei. Að mörgu leyti líkt gleym-mér-ei, en blómin eru stærri, aldinleggir styttri, minni hæring á blöðum auk þess sem bikarinn er aðhærður og krókháralaus.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Mýramunablóm er annað nafn tegundarinnar.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Víða ræktað til skrauts, en sáir sér út og dreifist auðveldlega meðfram lækjum og ám. Orðið ílent í byggð á mörgum stöðum allvíða um land. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentina, Ástralia, Bólivia, Kanada, Kólubía, Equador, Japan, Mexikó, Nýja Sjáland, Nýja Gínea, Rússland, Evrópa og N Ameríka.