Myosotis collina Hoffm.Myosotis versicolor (Pers.) Sm.Myosotis collina Hoffm. subsp. collinaMyosotis scorpioides var. collina Ehrh.Myosotis versicolor (Pers.) Sm. subsp. versicolor
Lífsform
Einær - fjölær (skammlíf) jurt
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.10-0.20 m
Vaxtarlag
Einær, tvíær eða skammlífur fjölæringur. Fremur lágvaxin jurt með fíngerðum stönglum með mjóum, yddum blöðum. Engin blöð í blómskipuninni.
Lýsing
Blóm um 2 mm í þvermál með styttri krónupípu. Krónan gulhvít í fyrstu þegar þau springa út, verða síðan fljótlega bleik eða fjólublá, og dökkna að lokum og verða blá. Aldinleggir útstæðir og bikarinn opinn. Það vex aðeins á takmörkuðum svæðum á Suðvesturlandi, og því ekki nærri eins algengt og gleym-mér-eiin. Hefur aðeins fundizt á láglendi.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Finnst einkum á tveim svæðum, austan Rangár að Eyjafjöllum, og í nágrenni höfuðborgarinnar. Annars mjög sjaldgæf. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Ástralía, N Ameríka, Kanada, Grænland, Chile, Kolombia, Ecuador, Japan, Mauritania, Mexiko, Marakko, Nýja Sjáland, Úkraína ov.