Myosotis discolor

Ættkvísl
Myosotis
Nafn
discolor
Íslenskt nafn
Kisugras
Ætt
Boraginaceae (Munablómaætt)
Samheiti
Myosotis collina Hoffm.Myosotis versicolor (Pers.) Sm.Myosotis collina Hoffm. subsp. collinaMyosotis scorpioides var. collina Ehrh.Myosotis versicolor (Pers.) Sm. subsp. versicolor
Lífsform
Einær - fjölær (skammlíf) jurt
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.10-0.20 m
Vaxtarlag
Einær, tvíær eða skammlífur fjölæringur. Fremur lágvaxin jurt með fíngerðum stönglum með mjóum, yddum blöðum. Engin blöð í blómskipuninni.
Lýsing
Blóm um 2 mm í þvermál með styttri krónupípu. Krónan gulhvít í fyrstu þegar þau springa út, verða síðan fljótlega bleik eða fjólublá, og dökkna að lokum og verða blá. Aldinleggir útstæðir og bikarinn opinn. Það vex aðeins á takmörkuðum svæðum á Suðvesturlandi, og því ekki nærri eins algengt og gleym-mér-eiin. Hefur aðeins fundizt á láglendi.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Finnst einkum á tveim svæðum, austan Rangár að Eyjafjöllum, og í nágrenni höfuðborgarinnar. Annars mjög sjaldgæf. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Ástralía, N Ameríka, Kanada, Grænland, Chile, Kolombia, Ecuador, Japan, Mauritania, Mexiko, Marakko, Nýja Sjáland, Úkraína ov.