Stakstæð lensulaga blöð, alsett hvítum hárum eins og stöngullinn, sem dragast niður í breiðan stilk. Blómin fjölmörg, fremur smá eða u.þ.b. 3-5 mm í þvermál. Krónufliparnir heiðbláir, en gulir eða hvítleitir innst við blómginið, snubbóttir, Óútsprungnir blómknappar rauðleitir og í uppvafinni hálfkvísl áður en þeir springa út. Bikarinn klofinn niður fyrir miðju, fimmtenntur, alsettur hvítum krókhárum. Fræflar 5, innilokaðir í krónupípunni. Aldinleggir a. m. k. helmingi lengri en bikarinn. Fjögur dökkbrún, gljáandi deilialdin í botni bikaranna. Blómgast í júní-júlí. 2n=52.LÍK/LÍKAR: Engjamunablóm & sandmunablóm. Gleym-mér-ei auðgreind frá þeim á lengri blóm- og aldinleggjum (helmingi lengri en bikarinn).
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Hefur verið nefnd ýmsum nöfnum, s. s. kattarauga, kærminni og jafnvel ástagras. Plantan festist við ýmsan klæðnað, sé henni þrýst að, og skreyta börn sig gjarnan með henni.” (Ág.H.)"Nýttir plöntuhlutar: Jurtin öll, að rótinni undanskilinni.Söfnun: Allt sumarið.Virk efni: Jurtin hefur lífið verið rannsökuð, þó er vitað að hún inniheldur bæði barksýrur og slímefni.Áhrif: Barkandi, blóðhreinsandi, mýkjandi og græðandi.Notkun: Talin hafa góð áhrif á lungun og var oft notuð við margs konar lungnasjúkdómum.Einnig er jurtin notuð til að leggja við minniháttar sár og bruna.Skammtar: Urtaveig: 1:5, 25% vínandi, 1-2 ml þrisvar á dag. Te: 1:10, 20-30 ml þrisvar á dag - eða 1 tsk : 1 bolli af vatni, drukkið þrisvar á dag. Bakstrar og te til útvortis notkunar.Börn þurfa minni skamrnta, sjá kafla um börn.” (Lækningajurtir)
Útbreiðsla
Algeng í byggðum landsins nema á Norðausturlandi frá Öxarfirði til Vopnafjarðar, þar ófundin. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Grænland, Japan, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, N Ameríka ov.