Minuartia biflora

Ættkvísl
Minuartia
Nafn
biflora
Íslenskt nafn
Fjallanóra
Ætt
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
Samheiti
Alsine biflora (L.) Wahlenb.Lidia biflora (L.) AStellaria biflora L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í deigum holtum og í rökum moldarflögum oftast til fjalla og heiða.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.01-0.07 m
Vaxtarlag
Smávaxin fjölær jurt, sem vex í litlum, þéttum þúfum. Stönglar stuttir og grófir, kirtilhærðir og dúnhærðir, 1-7 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin mjólensulaga eða striklaga, gagnstæð. Blómin hvít, yfirleitt eitt eða tvö á stöngulendum, 4-6 mm í þvermál, blómleggir alltaf stutthærðir. Krónublöðin útstæð, á lengd við bikarblöðin eða aðeins lengri. Bikarblöðin þrítauga, snubbótt, græn. Fræflar 10, frævan oftast með þrem til fjórum stílum. Aldinið klofnar í þrjár til fjórar tennur við þroskun. Hýðið oftast helmingi lengra en bikarinn. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Melanóra & Langkrækill. Fjallanóran þekkist frá melanóru á því að hún er alveg græn (ekki móbrún eins og melanóran) og á því að bikarblöðin eru ávöl í endann en ekki oddhvöss eins og á melanóru. Þekkist frá Langkrækli á stærri blómum, lengri bikarblöðum og þrem stílum í stað fimm.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða til fjalla um meirihluta landsins, þó sjaldséð á Suðvestur- og Suðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: